Blog Layout

13. október 2020

Vefstofa með Norðurslóðanetinu 20. október næstkomandi

Þann 20. október n.k. standa Norðurslóðanetið, Eimur, SSNE, Utanríkisráðuneytið og Rannís að vefstofu (veflægri málstofu) undir yfirskriftinni, Regional Development and Food Security in the Arctic: The Role of Geothermal Energy. Á íslensku útleggst það Svæðisbundin uppbygging og matvælaöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðhitaauðlindarinnar.

Vefstofan fer fram á ensku og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Skráning fer fram á vefsíðu Norðurslóðanetsins: https://arcticiceland.is/en/webinars. Dagskráin er aðgengileg undir vefslóðinni.

Mælendaskrána skipa hópur innlendra og erlendra sérfræðinga úr jarðhita-, matvæla- or norðurslóðageiranum, og úr atvinnulífinu. Jafnframt ávarpar fulltrúi utanríkisráðuneytisins samkomuna, sem er sú fyrsta í röð vefstofa á vegum Norðurslóðanetsins undir yfirskriftinni Arctic Cooperation Webinars Series.

Endilega skráið ykkur og takið þátt í umræðunni!


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: