Þann 20. október n.k. standa Norðurslóðanetið, Eimur, SSNE, Utanríkisráðuneytið og Rannís að vefstofu (veflægri málstofu) undir yfirskriftinni, Regional Development and Food Security in the Arctic: The Role of Geothermal Energy. Á íslensku útleggst það Svæðisbundin uppbygging og matvælaöryggi á Norðurslóðum: Hlutverk jarðhitaauðlindarinnar.
Vefstofan fer fram á ensku og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Skráning fer fram á vefsíðu Norðurslóðanetsins: https://arcticiceland.is/en/webinars. Dagskráin er aðgengileg undir vefslóðinni.
Mælendaskrána skipa hópur innlendra og erlendra sérfræðinga úr jarðhita-, matvæla- or norðurslóðageiranum, og úr atvinnulífinu. Jafnframt ávarpar fulltrúi utanríkisráðuneytisins samkomuna, sem er sú fyrsta í röð vefstofa á vegum Norðurslóðanetsins undir yfirskriftinni Arctic Cooperation Webinars Series.
Endilega skráið ykkur og takið þátt í umræðunni!