Blog Layout

30. maí 2017

Sænsk hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita

Sænsku sveitarfélögin Malmö, Lundur, Oskarshamn og Bjuv, í samstarfi við E.ON, ICA, Fastigheter, Veolia og fleiri hafa hrint af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita frá iðnaði til að framleiða mat eða aðrar lífrænar afurðir innan borgarsamfélagsins. Umframhiti kemur oft fram sem hreint heitt vatn og eins og EIMUR hefur verið að benda á þá er þetta auðlind sem hreinlega er að fara til spillis. 

Þessi fjögur sveitarfélög í Svíþjóð hafa sett sér það að markmiði að fanga þetta umframvatn og nota til að framleiða fisk, grænmeti og aðrar lífrænar afurðir innan borgarmarkanna. Til að finna bestu lausnirnar hafa þessi sveitarfélög eins og áður sagði hrint af stað alþjóðlegri hugmyndasamkeppni þar sem unnið verður svo áfram með vinningstillögurnar og búnar til endanlegar lausnir. 

Við hvetjum alla sem eru með sniðugar hugmyndir að taka þátt en umsóknarfrestur er 2. júní. Það þarf þó ekki að skila inn fullmótuðum tillögum þá, heldur aðeins lýsingu á hugmynd (max 2 bls). Allar nánari upplýsingar má finna hér


Deila frétt

2. apríl 2025
Markmið fundarins var fyrst og fremst að hrista þennan stóra hóp saman og gefa þeim sem standa að verkefninu tækifæri til að hittast og ræða verkefnið. Farið var yfir ýmis hagnýt mál sem tengjast rekstri Evrópuverkefna og línurnar lagðar fyrir þau verkefni sem fram undan eru. Um verkefnið ICEWATER verkefnið hlaut nýverið um 3,5 milljarð í styrk frá LIFE áætlun Evrópusambandsins og er þetta einn stærsti styrkur sem Ísland hefur fengið úr samkeppnissjóðum ESB. Verkefnið er leitt af Umhverfis- og orkustofnun og er það unnið í nánu samstarfi við fjölbreyttan hóp íslenskra samstarfsaðila á borð við fagstofnanir ríkisins, sveitarfélög, opinber fyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki. Verkefninu er ætlað að: Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns 
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: