Blog Layout

30. maí 2017

Sænsk hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita

Sænsku sveitarfélögin Malmö, Lundur, Oskarshamn og Bjuv, í samstarfi við E.ON, ICA, Fastigheter, Veolia og fleiri hafa hrint af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu umframhita frá iðnaði til að framleiða mat eða aðrar lífrænar afurðir innan borgarsamfélagsins. Umframhiti kemur oft fram sem hreint heitt vatn og eins og EIMUR hefur verið að benda á þá er þetta auðlind sem hreinlega er að fara til spillis. 

Þessi fjögur sveitarfélög í Svíþjóð hafa sett sér það að markmiði að fanga þetta umframvatn og nota til að framleiða fisk, grænmeti og aðrar lífrænar afurðir innan borgarmarkanna. Til að finna bestu lausnirnar hafa þessi sveitarfélög eins og áður sagði hrint af stað alþjóðlegri hugmyndasamkeppni þar sem unnið verður svo áfram með vinningstillögurnar og búnar til endanlegar lausnir. 

Við hvetjum alla sem eru með sniðugar hugmyndir að taka þátt en umsóknarfrestur er 2. júní. Það þarf þó ekki að skila inn fullmótuðum tillögum þá, heldur aðeins lýsingu á hugmynd (max 2 bls). Allar nánari upplýsingar má finna hér


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: