Blog Layout

7. júní 2017

Úrslit í hugmyndasamkeppni og kynning á tillögum

EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf. bjóða til opins fundar og sýningar á úrslitaverkefnum í hugmyndasamkeppni
Eims. Yfirskrift samkeppninnar er nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra.

Alls bárust 14 tillögur sem verða til sýnis á fundinum. Dómnefnd hefur valið fjórar bestu tillögurnar og munu fulltrúar hverrar þeirra halda stutta kynningu á sinni tillögu. Að lokum mun dómnefnd veita verðlaun fyrir bestu tillöguna.

Á fundinum verða einnig haldnir þrír örfyrirlestrar:

  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski ferðaklasinn: Hvað felst í ábyrgri ferðaþjónustu?
  • Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, Landsvirkjun: Tækifæri í orkutengdri ferðaþjónustu
  • Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetur: Fjölnýting jarðvarma

Fundurinn er öllum opinn.
Tekið er á móti skráningum á mak.is  og er aðgangur ókeypis.


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: