9. mars 2022

Fjárfestar og frumkvöðlar mætast á skíðum á Siglufirði

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Norðanátt er öflugt samstarf aðila á Norðurlandi og vinnur hópurinn í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins og hraðar framþróun og nýsköpun. Að verkefninu koma Eimur, SSNE, SSNV, Nýsköpun í norðri og Hraðið auk samstarfs við stuðningsfyrirtækið RATA.

“Við viljum skapa vettvang á Norðurlandi með því að leiða saman frumkvöðla og fjárfesta og sýna gróskuna og öll tækifærin hér á Norðurlandi” (Norðanátt)

Norðanátt stendur fyrir viðburðum sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum. Fyrsti viðburðurinn var lausnamótið Hacking Norðurland sem haldið var í apríl 2021. Því næst fór af stað viðskiptahraðallinn Vaxtarrými síðasta haust þar sem 8 teymi fengu stuðning til að vaxa í 8 vikur. Nú er komið að stefnumóti á Siglufirði þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestingartækifærum á svæðinu. Viðburðurinn er lokaður og eingöngu ætlaður fjárfestum sem horfa til landsbyggðarinnar sem ákjósanlegs fjárfestingakosts.

10:00 Dagskrá hefst 
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fer með ávarp og opnar hátíðina

Ráðstefna um nýtingu auðlinda til nýsköpunar
Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Þór Sigfússon - framkvæmdastjóri Sjávarklasans
Josh Klein - athafnamaður og frumkvöðull
Hólmfríður Sveinsdóttir - frumkvöðull og eigandi Mergur ráðgjöf

12:00 Hádegismatur og tengslamyndun

13:00 Fjárfestakynningar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Frumkvöðlar kynna sprotafyrirtækin sín - Alor, Green Fuel, Mýsköpun, Icelandic Eider, Ylur hátæknigróðurhús, Hemp Pack, Baðlón á Skagaströnd, Slippurinn, Pelliscol, Grænafl.

15:00 Skipulögð afþreying á Siglufirði - Skíði, yoga og fleira

20:00 Kokteilboð á Segli 67 Brugghúsi

“Fjárfestamótið verður vettvangur fyrir frumkvöðla sem hugsa stórt til þess að kynna sínar hugmyndir og fyrir fjárfestum til þess að greina ný fjárfestingartækifæri á norðurlandi. Saman ætlum við að finna frekari tækifæri og skapa lausnir framtíðarinnar.” (Norðanátt)

Um sprotafyrirtækin

Hemp Pack - Þróun niðurbrjótanlegs lífplasts úr íslenskum iðnaðarhamp og örverum úr íslenskum jökulám.
Mýsköpun - Mývatns Spirulina: úr krafti eldfjallanna í ofurfæðu.
Alor - Sjálfbærar og umhverfisvænar álrafhlöður og -orkugeymslur.
Icelandic Eider - Hvernig skal umbylta útivistamarkaðnum.
Baðlón - Verkefnið gengur út á að byggja glæsilegt baðlón við sjávarmálið á Skagaströnd með einstöku útsýni yfir opið hafið.
Green fuel - Grænt vetni og ammoníak: Kolefnisfrítt eldsneyti úr vistvænni orku
Grænafl - Rafvæðing strandveiðibáta og tilraunir með frekari orkuskipti í minni fiskiskipum.
Ylur - Hátæknigróðurhús með áherslu á hringrásarhagkerfið.
Slippurinn - Sjávarlón er lausn sem bestar margbreytilegar aðstæður í þvotta- og blæðingarferli bolfisks í fiskiskipum.
Pelliscol - Náttúrulegar húðvörur úr íslensku kollageni.

Frekari upplýsingar veita:
Anna Lind Björnsdóttir /  annalind@ssne.is  / 8487440
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir /  sesselja@eimur.is  / 8685072
Magnús Barðdal /  magnusb@ssnv.is  / 8699231


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.