30. nóvember 2021

Frábær endir á fyrsta viðskiptahraðli Norðurlands

Sesselja Ingibjörg Barðdal, framkvæmdastjóri Eims, og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og verkefnastjóri NÍN sem stýrðu dagskrá. Hilda Jana Gísladóttir, formaður SSNE, fór með opnunarerindi ásamt Unni Valborgu Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóra SSNV. Þátttakendur kynntu svo starfsemina sína (eftir röð á kynningum):


Icelandic Eider – Árni Rúnar Örvarsson: Icelandic Eider sérhæfir sig í fullvinnslu æðardúns og þróun á útivistarvörum. Um er að ræða sjálfbærar vörur þar sem dúnninn fellur til af villtum fuglum og til hreinsunar er notast við jarðvarma af svæðinu.

Mýsilica - Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir: MýSilica vinnur að framleiðslu á hágæða húðvörum úr náttúrulegum kísil ásamt öðrum steinefnum sem fyrirfinnast í nærumhverfinu. Fyrirtækið nýtir auðlindir sem eru í dag ónýttar og skapar þannig verðmæti.


Íslandsþari ehf – Snæbjörn Sigurðarsson / Hafþór Jónsson:Íslandsþari hyggst nýta jarðhita til að vinna verðmætar afurðir úr stórþara sem vex í miklu magni við Norðurland. Verkefnið byggist á sjálfbærni, fullnýtingu og fullvinnslu hráefnisins í sátt við náttúruna.

Austan Vatna – Inga Dóra Þórarinsdóttir / Eduardo Montoya:Austan Vatna framleiðir Chimichurri sósur og fullvinnur kjötafurðir. Notast er við staðbundin hráefni í bland við argentískar hefðir og lögð áhersla á mikilvægi samspils náttúru og dýra.


PlastGarðar – Garðar Finnsson: PlastGarðar þróa Hey!rúlla heyrúllu pokana sem hægt er að nota ár eftir ár og skapa þannig hringrásarhagkerfi landbúnaðarplasts.

 

Mýsköpun – Júlía Katrín Björke: Mýsköpun sinnir tilraunaræktun á smáþörungum til að þróa og framleiða spirulina duft sem fæðubótarefni.

 

Ektafiskur ehf. – Elvar Reykjalín: Ektafiskur framleiðir næringarríkan saltstein fyrir búfénað úr afsalti sem fellur til við söltun á fiski.

 

Nægtarbrunnur Náttúrunnar – Þórólfur Sigurðsson / Sveinn Garðarsson:Nægtarbrunnur náttúrunnar er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa og hefja framleiðslu nýrra drykkjarvara úr staðbundnu hráefni, til dæmis grasöl og rabarbara freyðivín.

 

Nægtarbrunnur Náttúrunnar – Þórólfur Sigurðsson / Sveinn Garðarsson:Nægtarbrunnur náttúrunnar er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa og hefja framleiðslu nýrra drykkjarvara úr staðbundnu hráefni, til dæmis grasöl og rabarbara freyðivín.


Upptöku af viðburðinum er að finna hér.

Vaxtarrými er unnið af Norðanátt, regnhlífarsamtökum nýsköpunar á Norðurlandi, sem er samstarfsverkefni Eims, SSNE, SSNV, Hraðsins og Nýsköpun í norðri. Norðanátt byggir á hringrás árlegra viðburða þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af lausnamóti, vinnusmiðju, viðskiptahraðli og fjárfestamóti. Næsti liður í hringrásinni er fjárfestamót sem verður haldið á Siglufirði í vetur.

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.