24. ágúst 2023

EIMUR leitar að framkvæmdastjóra

Stjórn EIMS leitar að drífandi og jákvæðum leiðtoga til að leiða samstarfsverkefnið EIM til ársloka 2026. Leitað er að framúrskarandi einstaklingi með brennandi áhuga á sjálfbærnimiðaðri verðmætasköpun og græna hagkerfinu til að þróa og fylgja eftir markmiðum EIMS. Starfsstöð
framkvæmdastjóra getur verið á Akureyri eða Húsavík.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegum rekstri EIMS
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Ábyrgð á öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Samskipti og tengsl við hagaðila
  • Koma fram fyrir hönd EIMS og kynna starfsemi verkefnisins
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Leiðtogahæfni og drifkraftur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Reynsla innan stjórnsýslunnar er kostur
  • Reynsla af þátttöku í evrópuverkefnum er kostur
  • Góð tungumálakunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni grænni nýsköpun á Norðurlandi eystra. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur, SSNE og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 


Markmið samstarfsins

  • Stuðla að aukinni verðmætasköpun með sterkum stuðningi við nýsköpun og hátækni
  • Stuðla að grænni atvinnuuppbyggingu
  • Stuðla að bættri nýtingu auðlinda og innleiðingu hringrásarhagkerfis
  • Auka matvælaframleiðslu og áframvinnslu matvæla á svæðinu með það fyrir augum að auka verðmætasköpun
  • Fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans og gera svæðið leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags með sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi

Umsóknarfrestur er til og með 5. september nk. 
Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. 

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir,  geirlaug@hagvangur.is


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.