Blog Layout

29. ágúst 2023

Orkuskipti og sveitarfélög - hlekkur á fund

Íslensk nýorka, Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra  og Vestfjarðastofa standa fyrir sameiginlegum viðburði í dag, þriðjudaginn  29. ágúst kl. 13:00. Viðburðurinn verður í beinu streymi á TEAMS frá Hótel KEA á Akureyri og ber yfirskriftina:  Orkuskipti og sveitarfélög.  Viðburðurinn markar upphafið að þriggja ára verkefni sem miðar að því að efla getu sveitarfélaga og samfélaga í dreifðum byggðum Evrópu, til að takast á við orkuskipti.

Hilmar Gunnlaugsson , Sókn Lögmannsstofa       
Tekjumöguleikar sveitarfélaga af orkumannvirkjum 

Alexis Chatzimpiros,  Samsø Energiakademi        
Reynsla af uppbyggingu vindorku og öðrum orkugjöfum á Samsö

Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk Nýorka   
Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET verkefnið) - Styrkt af LIFE-áætlun ESB

Fundarstjóri er  Ottó Elíasson , rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi.

Veggspjald með mynd af fjalli og á því stendur orkuskipti og sveitarfélag.

Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: