Blog Layout

28. mars 2023

Fjölbreytt erindi á ráðstefnunni Orkuskipti til framtíðar

Föstudaginn 24. mars sl. fór fram raforkuráðstefna lagadeildar Háskólans á Akureyri undir yfirskriftinni Orkuskipti til framtíðar. Sesselja Barðdal, framkvæmdastjóri Eims fór þar með framsögu um Orkuskipti og nýsköpun. 

Þetta er í annað sinn sem deildin stendur fyrir raforkuráðstefnu og hafa viðtökur verið mjög góðar og áhugi mikill. Stendur til að Lagadeild geri þetta að reglubundnum viðburði og kalli til sín sérfræðinga að borðinu. Sjö fyrirlesarar fóru með fróðlegar og fjölbreyttar framsögur á ráðstefnunni að þessi sinni. Ráðstefnustjóri var Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og stjórnaði hann jafnframt pallborðsumræðum.

Vilhjálmur Egsson, fyrrverandi rektor háskólans á Bifröst og formaður starfshóps um gerð skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum, reið fyrstur á vaðið og flutt i erindið Orka - lykill að nettó núlli. Fjallaði hann um áskoranir í málum tengdum orkuskiptum á heimsvísu, verkefnin hér heima fyrir og hvað er hægt að gera hjá okkur.

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri fór með framsögu um Orkuskiptin - stóra myndin og stjórnsýslan og ræddi almennt um verkefni Orkumálastofnunar og gerði grein fyrir yfirstandandi verkefnum og einstökum orkuskiptum, einkum í samgöngum. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, flutti erindið Græn orka til framtíðar og fjallaði um framtíðarsýn Landsvirkjunar sem væri sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Hún kom einnig inn á ferlið eftir rammaáætlun og leyfisveitingar vegna virkjana. Þá fór Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku yfir sjónarmið Norðurorku undir yfirskriftinni Orkuskipti - sjónarmið dreifiveitna . Fjallaði hann þar m.a. um áskornir vegna hitaveitu og verkefnum tengd orkuskiptum og þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað á innviðum til að orkuskipti geti gengið greiðlega fyrir sig.

Þurfum ekki mikla yfirbyggingu

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims fór með framsögu um  Orkuskipti og Nýsköpun   og talaði meðal annars um breytt hugarfar sem þyrftir að fylgja orkuskiptum og aukinni samvinnu. Þá sagði hún frá því hvað er að gerast hjá Norðanáttinni , þeirri vinnu sem komin er af stað í verkefninu um Græna iðngarða á Bakka og sókn Eims í Evrópustyrkjum. 

Það þarf meira en tæki og nýjar tengingar til að fara í orkuskipti, við þurfum algjörlega nýtt hugarfar. Enn fremur getum við ekki beðið eftir því að vera öll sammála um hvernig við gerum hlutina, við þurfum bara að gera þá. -Við þurfum ekki svona mikla yfirbyggingu heldur samvinnu. Það þarf hvata í kerfið til að fara í orkuskipti því við erum að biðja um miklar breytingar og breytingar geta verið erfiðar fyrir fólk. - Sesselja Barðdal

Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ, hélt erindið Vatnatilskipunin, rammaáætlun og almannahagsmunir og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor og doktorsnemi ræddi um þróunina á vettvangi ESB og kom inn á orku- og loftslagsmál sambandsins, þar á meðal reglur um losunarheimildir í flugi undir yfirskriftinni ESB og orkuskipti; hvert stefnir?

Hópur fólks situr við borð fyrir framan stóran skjá.

Deila frétt

2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: