11. apríl 2023

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023

Annað árið í röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla í auðlinda- orku- og umhverfismálum.

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í fyrsta skipti árið 2022 en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári var ákveðið að stækka hátíðina verulega í ár og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu. Ef til vill er það til marks um gróskuna í grænni nýsköpun um allt land að viðbrögð fjárfesta og frumkvöðla voru slík að mun færri komust að en vildu. Uppselt var á hátíðina en um 150 gestir sóttu hátíðina að þessu sinni.

Yfir 30 verkefni sóttu um að vera á hátíðinni og var sérstök valnefnd  fengin til að velja þau verkefni sem fengu að kynna fyrir forsvarfólk fjárfestingasjóða og sjálfstæðum fjárfestum. Í framhaldi fjárfestakynninga fór fram stefnumót frumkvöðla og fjárfesta og annarra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Það var samdóma álit gesta og þátttakenda að svona vettvangur sé gríðarlega mikilvægur fyrir verkefni í leit að fjárfestingum þar sem þarna gefst gott tækifæri til þess að mynda tengingar og eiga fyrsta skrefið í átt að framtíðar samvinnu.

Yggdrasill Carbon, Melta, Frostþurrkun, Skógarplöntur, GeoSilica, E1, Gull úr Grasi, Kaja Organic, Fiskeldið Haukamýri, Biopol, Gefn, IceWind og Vínland Vineyard voru þau verkefni sem komust að í ár auk þess sem Bambahús voru með í stefnumóti við fjárfest

Landinn og Stöð2/Vísir fylgdust með hátíðinni og hér má einnig finna viðtal við Sesselju Barðdal um Fjárfestahátíðina 2023.

Á heimasíðu Norðanáttar má finna nánari upplýsingar um verkefnin - www.nordanatt.is 


Dagskrá Fjárfestahátíð Norðanáttar – 29. mars 2023

10:00 Hátíð hefst - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra fer með innblásturserindi og opnar hátíðina á kaffi Rauðku.

SPJALLIÐ Í SKÍÐASTÓLNUM
Ráðstefnustjóri - Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri

- NÝSKÖPUN Á NORÐURLANDI
Linda Fanney Valgeirsdóttir, ALOR
Árni Örvarsson, Icelandic Eider
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Grænafl
Dagbjört Inga Hafliðadóttir, Mýsköpun

-TÆKIFÆRI OG NÝTING AUÐLINDA TIL NÝSKÖPUNAR
Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, viðskipta-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra
Kjartan Ólafsson, Transition Labs
Sesselja Barðdal, EIMUR

13:30  ÞEIR FISKA SEM RÓA -  FJÁRFESTAKYNNINGAR í BÁTAHÚSINU
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fer með innblásturserindi

FRUMKVÖÐLAR KYNNA SPROTAFYRIRTÆKIN SÍN :
YGGDRASILL, GEFN, ICEWIND, E1, MELTA, FROSTÞURRKUN, VÍNLAND, BIOPOL, SKÓGARPLÖNTUR, KAJA ORGANIC, BAMBAHÚS, HAUKAMÝRI, GULL ÚR GRASI, GEOSILICA

15:00 STEFNUMÓT FRUMKVÖÐLA OG FJÁRFESTA

Afþreying á Sigló með Sóta summits

Aprés ski á Segli 67 

Að Norðanátt standa EIMUR, SSNE, SSNV og RATA með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Bakhjarlar Fjárfestahátíðar Norðanáttar 2023 eru KPMG, KEA og REGUS á Íslandi.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.