9. maí 2023

Ónýt eða ónýtt auðlind?

Verkefnastjórum Eims og Orkídeu var boðið að heimsækja græna iðngarða á Jótlandi í apríl síðastliðnum. Með í för var fulltrúi Landsvirkjunnar en Landsvirkjun er einn helsti bakhjarl félaganna.

Teymið heimsótti fjóra iðngarða og ljóst að Danir hafa náð umtalsverðum árangri í því að þróa græna iðngarða.

Hvað er grænn iðngarður? 
Iðngarðarnir sem teymið heimsótti eru allir eru mjög ólíkir og byggðir upp á mismunandi hátt. Þeir eiga það þó allir það sameinginlegt að í þeim felst viðskiptasamstarf milli fyrirtækja á svæðinu þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi. Fyrirtækin taka öll virkan þátt í að deila straumum sín á milli, sem hefðu annars farið í ruslið.

"Heimsóknin var virkilega áhugaverð. Við höfum skapað góð tengsl við bæði þá aðila sem sjá um að stýra starfseminni á svæðunum og
fyrirtækjum innan garðanna. Þessi tengls munu án efa geta nýst okkur mikið í þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Bakka. Við getum nýtt okkur margra ára reynslu til þess að styðja sem best við fyrirtækin á svæðinu ásamt því að búa til aðdráttarafl fyrir fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásahagkerfisins. Við ætlum okkur að skapa störf og skila alvöru árangri í umhverfismálum, en þar þurfum við að gera mun betur og við gerum það best saman!” segir Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

 

Frá því að verkefnastjóri tók til starfa hefur áhersla verið lögð á að kortleggja auðlindastrauma svæðisins ásamt því að heimsækja þau fyrirtæki sem nú þegar starfa á svæðinu. Stofnaður hefur verið stýrihópur fyrir verkefnið sem er skipaður af fulltrúum frá öllum samstarfsaðilum verkefnisins ásamt verkefnastjóra. Einnig er verið að vinna að heimasíðu fyrir Grænan Iðngarð á Bakka til að kynna möguleika svæðisins.   


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.