Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.
Startup Stormur er sjö vikna hraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðallinn er byggður upp að fyrirmynd viðskiptahraðla og er dagskrá sérhönnuð með þarfir teymanna sem taka þátt í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.
Rafrænn kynningarfundur fór fram þriðjudaginn 5. september sl. frá kl. 11:30 - 12:00, þar var farið yfir öll helstu atriði Startup Storms ásamt því að fólki gafst kostur á að spyrja spurninga.
>>>>>>> Horfðu á kynningarfundinn hér :