Blog Layout

4. júlí 2023

Orkar þú orkuskiptin? Laust starf í teymi með Eimi

Hefur þú áhuga á vinna að Evrópuverkefni  í teymi með EIMI?

Eimur óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að leiða Evrópuverkefni um  orkuskipti í dreifðum byggðum , sem verður samstarfsverkefni níu aðila í fimm Evrópulöndum. Markmið verkefnisins er að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlun fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélögin, SSNE, og atvinnulífið á svæðinu.

 
Starfssvið og helstu verkefni:

  • Aðkoma að mótun og innleiðingu aðgerða til orkuskipta hjá sveitarfélögum og atvinnulífi á Norðurlandi eystra
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Vinnsla texta til opinberrar birtingar á íslensku og ensku
  • Utanumhald og stýring vinnustofa og samráðsfunda
  • Samskipti við sveitarfélög, hagsmunaaðila á svæðinu og erlenda samstarfsaðila
  • Önnur verkefni sem snúa að orkuskiptum í samstarfi við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Þekking á orku- og umhverfismálum og áhugi á nýsköpun
  • Færni í meðferð tölulegra gagna
  • Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti
  • Framúrskarandi enskukunnátta
  • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum

Eimur  er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með sjálfbærni, nýsköpun og verðmætasköpun að leiðarljósi og að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu á grænum forsendum.

Umsóknarfrestur er til og með  10. ágúst 2023

 Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is

 Með umsókn þarf að fylgja ítarleg  ferilskrá  auk  kynningarbréfs  þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UM 



Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: