Blog Layout

4. júlí 2023

Orkar þú orkuskiptin? Laust starf í teymi með Eimi

Hefur þú áhuga á vinna að Evrópuverkefni  í teymi með EIMI?

Eimur óskar eftir að ráða öflugan einstakling til að leiða Evrópuverkefni um  orkuskipti í dreifðum byggðum , sem verður samstarfsverkefni níu aðila í fimm Evrópulöndum. Markmið verkefnisins er að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlun fyrir svæðið í samstarfi við sveitarfélögin, SSNE, og atvinnulífið á svæðinu.

 
Starfssvið og helstu verkefni:

  • Aðkoma að mótun og innleiðingu aðgerða til orkuskipta hjá sveitarfélögum og atvinnulífi á Norðurlandi eystra
  • Verkefnastjórnun og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Vinnsla texta til opinberrar birtingar á íslensku og ensku
  • Utanumhald og stýring vinnustofa og samráðsfunda
  • Samskipti við sveitarfélög, hagsmunaaðila á svæðinu og erlenda samstarfsaðila
  • Önnur verkefni sem snúa að orkuskiptum í samstarfi við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Farsæl og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Þekking á orku- og umhverfismálum og áhugi á nýsköpun
  • Færni í meðferð tölulegra gagna
  • Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti
  • Framúrskarandi enskukunnátta
  • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum

Eimur  er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með sjálfbærni, nýsköpun og verðmætasköpun að leiðarljósi og að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu á grænum forsendum.

Umsóknarfrestur er til og með  10. ágúst 2023

 Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is

 Með umsókn þarf að fylgja ítarleg  ferilskrá  auk  kynningarbréfs  þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UM 



Deila frétt

2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 21. mars 2025
Eimur og Vestfjarðastofa bjóða til vefþings, fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi, þar sem fjallað verður um áskoranir og tækifæri við orkuskipti smábátaflotans. Hvað þarf til að orkuskipti smábáta verði að veruleika? Hvaða endurnýjanlegu orkugjafar verða í boði til notkunar á sjó? Hvaða reglur um haffærni rafmagnsbáta munu gilda? Sérfræðingar, hagsmunaaðilar og sjómenn munu ræða þessi og önnur mikilvæg mál eins og kostnað, hreinorkuívilnanir og áhrif breytinganna á byggðaþróun og samfélag. Þátttaka er öllum opin en til að fá fundarboð þarf að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar Hluti I: Tæknilausnir í farvatninu 13:00 – „Stefna stjórnvalda og orkuskipti smábáta“, Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. 13:20 – „Rafmagns og tengiltvinnlausnir í smábátum”, Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi Grænafls. 13:40 – „Nýsmíði rafmagnsbáta,tækifæri og áskoranir“, Jónas Ingi Pétursson, Þrym. 14:00 – „Takmarkandi þættir þegar kemur að orkuskiptum smábáta”, Tinna Rún Snorradóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláma. Kaffihlé – 10 mín Hluti II: Samfélag og orkuskipti smábáta 14.30 – „Öryggiskröfur rafbáta og leyfismál þeirra“, Ingólfur Örn Þorbjörnsson, sérfræðingur á Samgöngustofu. 14.50 – „Áskoranir fyrir hafnir vegna orkuskipta smábáta“, Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, umhverfisstjóri Faxaflóahafna. 15:10 – „Orkuskipti smábáta út frá sjónarhóli smábátasjómanna“, Einar Helgason, formaður félags strandveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum. 15:30 – „Líklegar/hugsanlegar breytingar á Byggðamynstri samfara orkuskiptum í sjávarútvegi“, Dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 15:50 - 16:10 - Pallborðsumræður fyrirlesara undir stjórn Ottós Elíassonar, framkvæmdastjóra hjá Eimi.
Eimur hlaut nýverið styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar
20. mars 2025
Hauggas frá urðunarstöðum? Hvað er það og hvernig getum við búið til einhver verðmæti úr gasinu sem nýtist nærsamfélaginu?
Share by: