Norræna ráðherranefndin hefur stutt við gerð fræðsluefnis um rafbílaeign og rekstur, sem og fræðsluefnis um hvað þarf að hafa í huga þegar settar eru upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. SSNE og EIMUR eru samstarfsaðilar við verkefnið sem er jafnframt einn liður í verkefninu Hraðari rafvæðing vegasamgangna á Norðurlöndum.
Stafræna fræðsluefnið er einkar aðgengilegt og hefur verið þýtt yfir á öll norðurlandamálin, þ.m.t. íslensku, og tekur fræðslan mið af innlendum aðstæðum.
Við hvetjum öll til að kynna sér fræðsluefnið hér.