Blog Layout

2. maí 2022

Kolfinna María ráðin verkefnastjóri hjá Eimi

Kolfinna María Níelsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri hjá Eimi.

Kolfinna María er ættuð og uppalin að austan en hefur búið á Akureyri frá menntaskólaaldri. Kolfinna er menntaður félagsvísinda- og ferðamálafræðingur og hefur BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri. Þá stundaði Kolfinna einnig meistaranám í ferðamálafræði með áherslu á samfélagsgreiningar við Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn, en þar bjó hún með fjölskyldu sinni í þrjú ár. Kolfinna var áður hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og vann þar meðal annars við markaðs- og kynningarmál.

Kolfinna mun sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Eim og mun einnig stýra verkefninu Norðanátt.

Hægt er að ná á Kolfinnu í netfangið kolfinna@eimur.is eða í síma 670-1111

Við bjóðum Kolfinnu hjartanlega velkomna til starfa.

 


Deila frétt

Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
Share by: