Kolfinna María Níelsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri hjá Eimi.
Kolfinna María er ættuð og uppalin að austan en hefur búið á Akureyri frá menntaskólaaldri. Kolfinna er menntaður félagsvísinda- og ferðamálafræðingur og hefur BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri. Þá stundaði Kolfinna einnig meistaranám í ferðamálafræði með áherslu á samfélagsgreiningar við Álaborgarháskólann í Kaupmannahöfn, en þar bjó hún með fjölskyldu sinni í þrjú ár. Kolfinna var áður hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og vann þar meðal annars við markaðs- og kynningarmál.
Kolfinna mun sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Eim og mun einnig stýra verkefninu Norðanátt.
Hægt er að ná á Kolfinnu í netfangið kolfinna@eimur.is
eða í síma 670-1111
Við bjóðum Kolfinnu hjartanlega velkomna til starfa.