12. maí 2022

Norðansprotinn 2022 - hálf milljón í verðlaunafé

Hefur þú fengið góða hugmynd sem þú skilur ekki afhverju enginn er að framkvæma? Hvernig væri að prófa að framkvæma lausnina sjálf/ur?

Norðanátt leitar að áhugaverðum nýsköpunarhugmyndum á sviði matar, vatns og orku til að taka þátt í nýsköpunarkeppninni Norðansprotanum dagana 16.- 20. maí. Umsækjendur geta verið einir eða verið hluti af teymi sem langar til þess að leggja sitt af mörkum til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Skráningin er opin fyrir alla.

Þú skráir þig til leiks með því að fylla út skráningarform hér fyrir miðnætti mánudaginn 16. maí. Það kostar ekkert að skrá sig.

Í kjölfarið færð þú tölvupóst með nánari upplýsingum m.a. upplýsingar um gerð og skil á einblöðungi sem lýsir hugmyndinni nánar. Skilafrestur á einblöðungi er til miðnættis, þriðjudginn 17. maí.

Í framhaldinu fá 5-8 umsækjendur tækifæri til að kynna hugmyndina fyrir dómnefnd og gestum á lokaviðburðinum sem fer fram föstudaginn 20. maí kl 16:00-18:00 í Háskólanum á Akureyri.

Sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Norðansprotinn 2022 og 500.000 kr í verðlaunafé.

 

DAGSKRÁ - Nýsköpunarvikan 16. - 20. maí

Mánudagur - Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
Þriðjudagur - Skil á einblöðungum
Miðvikudagur - Tilkynnt um 5-8 teymi sem fá tækifæri til að kynna á lokaviðburðinum
Fimmtudagur 11:30-12:30 - Pitch þjálfun á netinu
Föstudagur 11:30-12:30 - General prufa
Föstudagur 16:00-18:00 - Lokaviðburður, kynningar og verðlaunaafhending

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.