Markmið Eims er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.
Bakhjarlar Eims eru umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið,
Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
Norðurorka og
Orkuveita Húsavíkur.
Eimur sinnir fjölmörgum verkefnum sem öll snúa að bættri nýtingu auðlinda. Meðal viðfangsefna eru fjölnýting jarðvarma, orkuskipti, innleiðing hringrásarhagkerfis í iðnaði og öflugur stuðningur við nýsköpun.