Bætt nýting auðlinda á Norðurlandi

Hvað er Eimur?

Markmið Eims er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.


Bakhjarlar Eims eru u
mhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur.


Nánar um Eim
11. nóvember 2024
Markmið samstarfsins að efla íslenskan landbúnað
22. október 2024
Tvö ný störf á Norðurlandi vestra
9. október 2024
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og Krafla Magma Testbed (KMT) hafa undirritað samkomulag sem tryggir fjármögnun KMT næstu tvö árin. Samkomulagið markar ákveðin tímamót fyrir KMT þar sem Orkuveitan gengur til liðs við verkefnið, auk þess sem áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum og Landsvirkjun er tryggður. KMT er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að byggja upp alþjóðlega rannsóknarmiðstöð í eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu sem verður einstök á heimsvísu. Verkefnið byggir á fyrstu djúpborunarholunni sem boruð var í Kröflu árið 2009 þar sem borað var óvænt í kviku á 2,1 km dýpi. Holan reyndist vera allt að tíu sinnum öflugri en meðal vinnsluholan í Kröflu og fljótlega var ljóst að mikil tækifæri fólust í þessari uppgötvun. Markmið KMT er að þróa tækni til að nýta þessa gríðarlegu orkumöguleika með hönnun næstu kynslóðar jarðhitahola sem þola þann mikla hita og þrýsting sem liggur næst kvikuhólfum. Verkefnið gengur einnig út á að skapa einstaka aðstöðu til eldfjallarannsókna þar sem vísindamenn munu í fyrsta skipti fá beinan aðgang að kviku. Möguleikarnir sem í því felast geta breytt skilningi okkar á hegðun eldfjalla og er það von vísindamanna KMT að hægt verði að þróa aðferðir til að stórbæta eldgosaspár. KMT er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra vísindamanna og verkfræðinga með höfuðstöðvar á Íslandi. Með þeim stuðningi sem tryggður var með samkomulaginu er KMT vel í stakk búið til að halda áfram því brautryðjendastarfi að þróa bættar aðferðir til jarðhitavinnslu og að byggja upp rannsóknarinnviði sem munu valda straumhvörfum í rannsóknum og skilningi okkar á eldfjöllum. Einstakt á heimsvísu Eimur hefur í gegnum tíðina stutt við verkefnið eftir fremsta megni og fagnar þessum áfanga. „Krafla Magma Testbed er gríðarlega spennandi verkefni með heimahöfn í Þingeyjarsveit. Það gæti fært með sér miklar byltingar í þekkingu okkar í eldfjalla- og kvikufræðum og á orkuvinnslu úr jarðhitageymum sem liggja nærri kviku. Þarna eru tækifæri fyrir Norðurland til að vera í farabroddi á heimsvísu í þessum málum og mikilvægt að fólk og fyrirtæki styðji eftir megni við þetta metnaðarfulla ævintýri sem þarna er í uppsiglingu“ , segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi.
30. september 2024
Ársfundur Orkustofnunar fór fram í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 26. september sl. Fundurinn var vel sóttur og var boðið upp á fjölbreyttar kynningar og umræður um orkumál, framtíðarsýn og áskoranir. Á fundinum voru einnig sýnd myndbönd, meðal annars frá HS Orku, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum, sem varpa ljósi á hvernig orkumál og nýsköpun hafa áhrif á atvinnulífið. Á fundinum fór Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi með erindi um nýsköpun í líforku og nýtingu lífrænna auðlinda og tók einnig þátt í áhugaverðum pallborðsumræðum um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu. Á vef Orkustofnunar má finna nánar um dagskrá fundarins og jafnframt fréttir frá einstökum erindum. Hér má finna upptöku af fundinum (Erindi Karenar hefst á mín 2:26:50) Við þökkum Orkustofnun fyrir góðan fund og gestum fyrir áheyrnina.
16. september 2024
Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða um land. Einn af þeim þáttum sem huga þarf að er væntanleg aflþörf í raforku við hafnir landsins. Skip og bátar hafa ólíka aflþörf og er mikilvægt að skilja hvaða orkugjafar eru líklegir til að henta hverjum notanda. Eimur hefur nú unnið skýrslu þar sem áhrif væntanlegrar rafvæðingar allra hafna á Norðurlandi eystra hefur verið greind út frá stærð flota í heimahöfn og vænt umfang þeirra metið. Verkefnið var styrkt af Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins gegnum verkefnið Rural Europe for the Clean Energy transition (RECET). Innviðir ekki vandamál Ein mikilvægasta niðurstaðan í skýrslunni er að ekkert innviðavandamál er til staðar fyrir orkuskipti smærri báta og skipa. Víða þarf að fjárfesta í öflugri raftengingum sem bera á bilinu 1-3 MW, en sums staðar, t.d. á Akureyri og í stærri plássum, ber rafkerfið þetta eins og það er sett upp í dag. Skynsamlegt að móta stefnu um móttöku stærri skipa Þegar kemur að stærri skipum er myndin önnur. Það þarf að hugsa heildstætt hvar stórir bátar eiga að leggjast að í framtíðinni, því það er ekki endilega sjálfgefið að allar hafnir eigi að byggja upp raforkukerfi sem geta tekið á móti togurum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Skynsamlegt væri að móta stefnu um móttöku stærri skipa. Orkuskiptin verða ekki til af sjálfu sér. Skammur tími er til stefnu fram til ársins 2040 og því ríður á að byrja strax að setja orkuskipti í samhengi við skipulag hafnarsvæða svo unnt sé að taka betri ákvarðanir tímanlega um innviðauppbyggingu sem styður við ferlið. Smelltu hér til að lesa skýrsluna
11. september 2024
Bjarni Herrera í samstarfi við Eim býður til skrafs um sjálfbærni og fjármál, fimmtudaginn 19. september frá kl. 16:30-18:30 á Múlabergi, Akureyri. Bjarni kynnir nýlega bók sína Supercharging Sustainability: A big-picture overview of ESG 2.0 and sustainable finance (2024) , og Eimur fer yfir sín helstu verkefni og ræðir þau í samhengi við áskoranir sem snúa að því að raungera þau og fjármagna. Dagskrá *Birt með fyrirvara um breytingar 16:30 Húsið opnar 17:00 Erindi - Ottó Elíasson, Eimur 17:10 Opnun og kynning - Bjarni Herrera, Accrona 17:20 Pallborðsumræður Bjarni Herrera stýrir umræðum Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi Jóhann Steinar Jóhannson, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE ... fleiri viðmælendur í panel auglýstir síðar. 18:00 Samantekt Léttar veitingar í boði eftir formlega dagskrá. Smelltu hér til að skrá þig. Hér má finna viðburðinn á Facebook. Hér má lesa meira um bók Bjarna Herrera.
Yfirlit frétta

Eimur sinnir fjölmörgum verkefnum sem öll snúa að bættri nýtingu auðlinda. Meðal viðfangsefna eru fjölnýting jarðvarma, orkuskipti, innleiðing hringrásarhagkerfis í iðnaði og öflugur stuðningur við nýsköpun.

Yfirlit verkefna

Ert þú með góða hugmynd á sviði orkutengdrar nýsköpunar?

Hafa samband

Á döfinni


  • Bakhjarlar


    Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum


    Share by: