Bætt nýting auðlinda á Norðurlandi

Hvað er Eimur?

Markmið Eims er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.


Bakhjarlar Eims eru u
mhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur.


Nánar um Eim

Eimur sinnir fjölmörgum verkefnum sem öll snúa að bættri nýtingu auðlinda. Meðal viðfangsefna eru fjölnýting jarðvarma, orkuskipti, innleiðing hringrásarhagkerfis í iðnaði og öflugur stuðningur við nýsköpun. Hér getur þú skoðað þau verkefni sem Eimur sinnir og kemur að, en listinn er alls ekki tæmandi.

Yfirlit verkefna
Fréttabréf RECET verkefnisins er komið úr
11. febrúar 2025
RECET verkefnið hefur gefið út sitt fyrsta árlega fréttabréf, þar sem fjallað er um helstu framfarir í orkuskiptum sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu. Í þessu tölublaði er fjallað um: 🔹 Nýjustu innsýn frá vinnustofum og viðburðum 🔹 Stefnumótun og fjármögnunartækifæri 🔹 Góðar lausnir fyrir sveitarfélög í dreifðum byggðum 🔗 Lesið fréttabréfið á netinu: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter 📥 Hlaðið niður PDF útgáfu:
Karen Mist og Ragnhildur hjá Eimi voru í för með fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma.
30. janúar 2025
Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi.
30. desember 2024
Viðburðaríkt ár hjá Eimi!
20. desember 2024
🎄Eimur óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.🎄 Við viljum þakka sérstaklega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og erum við full tilhlökkunar fyrir komandi verkefnum á nýju ári. Skrifstofa Eims á Akureyri verður lokuð til 6. janúar nk. Kveðja, Starfsfólk Eims
Yfirlit frétta

Ný skýrsla um olíunotkun á Íslandi


Í þessari skýrslu er olíusala áranna 2010-2020 greind eftir landshlutum og sveitarfélögum og þá er notkunin flokkuð eftir gerðum eldsneytis.


Greiningin gefur nýja vídd í umfjöllun um orkuskipti á Íslandi og setur þau í svæðisbundið samhengi, því ekki hafa áður legið fyrir opinberlega upplýsingar um olíusölu og notkun og þar með stöðu orkuskipta innan einstakra landshluta eða sveitarfélaga.


Skýrslan var unnin í samstarfi við Eflu verkfræðistofu.


Lesa skýrslu

Á döfinni


Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum


Ert þú með góða hugmynd á sviði orkutengdrar nýsköpunar?

Hafa samband
Share by: